Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.6.2009 | 00:59
Kreppuráð og pælingar
Vangaveltur í kreppu....
séreignarsparnaður ...hvað þarf til að leysa þann sparnað út ???
Ég á séreignarsparnað og ég uppfylli ekki þau skilyrði að ..
vera í vanskilum (ennþá að minnsta kosti) , eiga íbúð , vera að greiða lán,
Ég er í leiguhúsnæði og þótt talað sé um að leigan eigi að lækka í samræmi við húsnæðismarkaðinn þá hefur leigan hjá mér HÆKKAÐ um 15000 á einu ári,en ég get ekki sótt mér aur í séreignasparnaðinn minn (þótt svo þetta séu mínir peningar , því ég uppfylli ekki skilyrðin...en hinsvegar geta þeir hjá ríki og borg ákveðið að skera niður húsaleigubæturnar svo ég lendi ennþá verr í þessu....
Skattlagning lífeyris fólksins í landinu ???
Hvernig er hægt að skipuleggja skattlagningu á sparnað fólks....???
Það er ekki eins og Ríkissjóður eigi þessa peninga...
Það ætti að lækka vöruverð með því að verslanir loki fyrr eins og var hér áður....
Alveg óþarfi að hafa opnar 3-5 matvöruverslandir í hverju hverfi heilu helgarnar ...
Og langur opnunartími á stöðum eins og Smáralind og Kringlunnu...
þetta fer beint út í verðlagið....
Svo finnst mér að það ætti að skikka atvinnulausa til að skila vinnuframlagi til dæmis með vinnu eins og hjá mæðrastyrksnefnd eða aðra "sjálfboðavinnu" svo ekki þurfi að loka .... vegna sumarleyfa...
Auk þess finnst mér að fólk með 7-800000 á mánuði þoli hærri skattgreiðslur
en ætti að lækka eða sleppa þeim með 400000 eða minna við að bera þyngri
byrðar,enda ekki af miklu að taka .......
Hvað finnst fólki um þessar hugmyndir ???
17.5.2009 | 19:19
Eurovision
Jæja ...þetta var glæsilegt....
Eitt fannst mér samt hallærislegt...við móttökuna á Austurvelli ....Hvers vegna fengu bakraddirnar ekki
blóm ...og hljómsveitin.... þau áttu svo sannarlega
sinn þátt í þessari velgengni....
GLÆSILEG FRAMMISTAÐA ÖLL ....
15.5.2009 | 09:35
já ...það má mismuna fólki ef það er aðvörun á heimasíðunni...
Eru það nú rök...
Og ef það er aðvörun á heimasíðunni ....
En hversu margir lesa heimasíðuna til að athuga hvort þeir séu velkomnir í strætó ???
og , já það má vísa fólki út ef annar aðili..rétthærri kemur inn á eftir burtséð frá
hvar fólk kom inn í vagninn í upphafi ....
Auk þess er fatahreinsun notuð sem átylla til að vísa fólki út...
Ef farþegi óhreinki fötin sín af hjólinu þá sé strætó skylt að
hreinsa fötin.... en þá spyr ég hversu margir hafa óhreinkað fötin sín af
öðru en hjólum í strætó..????
Eru barnavagnar alltaf tandurhreinir ???
Eða fötin okkar ef því er að skipta????
Yrði öðrum vísað frá ?????
Þvílíkar forsendur og fáránlegar afsakanir....
Mér finnast þessi rök út í
hött og að þetta sé Í LAGI ???
Það, að reiðhjól og barnavagn
komist ekki bæði inn í einu...
Hvaða bull er þetta ????
Það var aldrei vandamál hér
áður og ég skil ekki,að það
sé að verða það núna...
Og að það megi vísa krökkum
á hjólum út út vagninum einhversstaðar
(var ekki barn í mínu tilfelli),
það finnst mér vera barnaverndarmál...
Barn sem guggnar á að hjóla alla leið
og vill taka strætó hluta af leiðinni ...
að það sé ekki með öruggt far alla leið
finnst mér alvarlegt mál....
Ég vildi ekki vita af mínu barni
13 ára gömlu einhvers staðar
á leiðinni heim ...vísað út og jafnvel
rata ekki heim þaðan sem því var
vísað út....
MÁ ÞETTA ?????????
FINNST FÓLKI SVONA REGLUR BARA Í LAGI?????
HAFA FLEIRI LENT Í ÞESSU....
ÉG ER BARA SVO GÁTTUÐ Á AÐ
ÞETTA SKULI VIÐGANGAST OG ENGINN SEGIR NEITT....
14.5.2009 | 10:32
Engin hjól takk væri hreinskilið ....
Ég átti spjall við mann hjá Strætó í gær og hann varði hegðun bílstjórans og vildi meina að
ef fólk væri á hjóli gæti það bjargað sér ....þess vegna ætti barnavagninn forgang...
Ég er ekki á móti því að fólk með barnavagna nýti sér þjónustu vagnanna en
ég er reið yfir þeirri hugmynd að það megi vísa fólki úr vagninum hvar sem er ef
hjólreiðamenn eru svo óheppnir að barnavagn bætist í vagninn á leiðinni...
Skárra væri þá (og hreinlegra og heiðarlegra) að banna reiðhjól í strætó...því
þau eru EKKI velkomin....
Maðurinn sem ég ræddi við nefndi það sem afsökun að ef fólk óhreinkaði fötin
sín af hjólinu þyrfti strætó að greiða fyrir hreinsunina.... Þvílíkur fyrirsláttur...
Hvað ef næsti maður er óhreinn eða barnavagninn er óhreinn... ???
Ég skil ekki svona rugl .....
Ég spurði manninn hvernig barn (unglingar 13-18ára) yrði meðhöndlað í svona aðstæðum ???
Yrði því vísað úr vagninum einhvers staðar og látið bíða eftir næsta vagni ef það væri svo heppið að lenda ekki í samkeppni við barnavagn ???
Mér til undrunar sagði maðurinn svo vera barninu yrði vísað út........
Að fyrirtæki geri svona finnst mér með ólíkindum....
Þannig að ef börnin okkar t.d. 13 ára sem mega hjóla á götunum
en guggna á að hjóla heim og ætla með hjólið í strætó ...því miður..
Ég myndi ekki vilja treysta STRÆTÓ fyrir mínu barni....
Mér finnast þessar reglur ...þótt þær séu skráðar á heimasíðu
og fleiri stöðum það gerir þær ekki eðlilegar.... eða siðferðislega réttar.....
Mér finnst þetta með ólíkindum....En ykkur....
12.5.2009 | 13:34
Vangaveltur vegna bílsslyssins í Vestmannaeyjum,
Það er ekki í frásögur færandi að ég sá Kastljósið í gærkvöld .
Mér fannst viðtalið við aðstandendur þeirra sem í slysinu lentu
og stúlkunum sem lifðu af standa sig ótrúlega vel í að rifja upp
svo sáran tíma .....(þau eiga alla mína samúð) !!
Ég var örugglega ekki sú eins sem varð undrandi / hneyksluð á því að
í svona litlu samfélagi eins og þarna, skyldi þetta slys ekki verða til þess að
aðrir hafi látið þetta slys sér að kenningu verða og þessi hraðakstur hætt....
Nei unglingar (og aðrir) virðast oft halda að þau séu ódauðleg
og "bara hinir" sem lendi í slysum ....
Ég velti líka fyrir mér....
Hvernig er það ..eru engar hraðahindranir á þessari leið ???
Ég veit um staði hér í Reykjavík þar sem hætt er við að fólk
freistist til að aka of hratt og þar eru notaðar hraðahindranir og
sumstaðar eru settar "beygjugötur" ( til dæmis á Háaleitisbraut ...mjög smekklega gert) ...
En þar er gatan sveigð í beygjur ,svo ekki sé hægt að keyra hratt,.... þar væri líka hægt að setja hraðahindranir, því allt er betra en umferðarslys ... hvað þá banaslys... jafnvel þótt þetta færi illa með BÍLANA ..(hversu mikils virði eru þeir á móti mannslífum) ???
Ef þessi aðferð dugir til að sporna við hraðakstri þá er þetta hið besta mál hvernig svo sem , það kann að fara með ökutækin .... hraðahindrun þarf ekki að vera mjög há ...bara nóg til að ÞURFA að hægja ferðina
11.5.2009 | 08:55
Ég er reið ..arrrggg.... svona má ekki viðgangast....
framkoma bílstjórans er alls ekki til fyrirmyndar
nema síður sé....
Hversu margir ætli hafi lent í svona aðstöðu ..
að vera vísað úr vagninum EINHVERS STAÐAR
á leiðinni , algerlega að ósekju ,og þurfa jafnvel
að ganga lengri leið en stóð til að fara í fyrstu með
vagninum ...(e.t.v.eins og hann með hjól í eftirdragi),
Fyrr í dag ætlaði ég að fara upp í Breiðholt að
sinna tölvumálum meðal annars. Ætlaði líka að
laga hjólið smávegis. Þar sem strætó á að leyfa
notendum að taka hjólin með sér í vagninn var ég
ekkert að spá í að hafa hjólið nothæft (t.d.
lítið loft í dekkjum og keðjan lafandi) auk þess
sem ég var ekki klæddur fyrir hjólreiðar. Fór
fyrst (kl. 13:40) á stoppistöðina við
Landspítalann og ætlaði upp í næsta vagn, en var
neitað um far þar sem ekki væri pláss. Þarna var
vissulega einn barnavagn, en með vilja hefði
alveg verið hægt að bjarga málunum svo ekki sé
talað um að skutla hjólinu aftast í vagninn.
Ég varð að sætta mig við hálftíma seinkun eftir
næsta vagni. Ákvað því að fara á Hlemmtorg svo ég
gæti verið fyrstur í vagninn og tapaði því ekki í
samkeppni við e-n barnavagn, vænti þess að ég
hefði bara tapað í forgangsröðun þar sem vagninn
var á undan.Það var ekkert mál að fá að taka hjólið
með sér í með sér í vagninn á Hlemmi. Síðan lagði hann
af stað á Lækjartorg.
Þegar þangað var komið var mér
skipað að fara með hjólið út (eitthvað rámar mig reyndar
í að vagnstjórinn hafi endað setninguna með ...
eða færa það en þegar ég hváði var ekkert inni í
myndinni annað en að yfirgefa vagninn). Fólkið
með barnavagninn var sammála mér að ekki væri
mikið mál að hafa hvort tveggja í miðrýminu enda
tekur hjólið aðeins ca. 15 cm á þverveginn.
Þannig héldum við áfram eftir Miklubrautinni og farþegum
fjölgaði þannig að setið var í flestum sætum.
Þegar kom að Kringlunni, bættist annar barnavagn í
vagninn og nú var engin miskunn hjá bílstjóranum;
Ekki virtist mikið vandamál að koma tveimur
barnavögnum fyrir þar sem áður átti ekki að vera
hægt að koma fyrir barnavagni og reiðhjóli !
Þegar út úr vagninum var komið tók ég eftir því
að aftasta rýmið var nær tómt, en ég átti
talsverða göngu eftir heim. Var búinn að sóa
ríflega klukkutíma í strætóferð, sem engu skilaði
nema ömurlegri reynslu.
Bót í máli, að ekki skildi vera komið að
Elliðaánum , því þá hefði gönguferðin með hjólið
heim (eða á áfangastað), verið yfirþyrmandi.
Eðlilegt hefði verið að reyna að leysa málin með
því að færa hjólið aftast.
Eftir þessa reynslu er mér spurn: Er vagnstjóra
leyfilegt að vísa saklausum farþegum úr vagninum
á miðri leið, sem er þó búinn að greiða fullt gjald
fyrir aksturinn (hvort sem greitt er með korti eða
miðum ) og hefur ekkert brotið af sér og ekki verið
með neitt uppsteyt.
Strætó heldur því fram að farþegar með reiðhjól
séu velkomnir. Þó ekki ef barnavagn bætist í
hópinn. Þá má maður greinilega eiga von á að vera
vísað burt samstundis hvar sem er á leiðinni. Þar
er kannski skiljanlegt að barnavagn gangi fyrir
þar sem erfiðara er að fara langar leiðir með þá
en á hjóli.
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir
því að hjólreiðamaður velji vagninn þannig að
eðlilegra er að ganga ekki að leti sem skýringu.
bílstjórinn getur ekið vagninum fullum af
gangandi vegfarendum á leiðarenda ,því getur
hann þá ekki ekið vagninum meðan setið er
í flestum sætum en aftast er autt....
hvað er þá til fyrirstöðu að skila öllum á réttan stað . Ef barnavagninn hefði komið inn í Blesugrófinni
þá hefði verið langur göngutúr fyrir hjólreiðamann
með bilað hjól í eftirdragi , hvert sem hann ætlaði ..... Í kreppu eins og við stöndum frammi fyrir í dag
og allir vilja ná í sem flesta farþega ... þá þætti þetta ekki gáfuleg markaðssetning
og alls ekki líkleg til árangurs nema síður sé ....
Þetta er eiginlega til skammar fyrir fyrirtæki sem
vill hafa gott orð á sér....
HVAÐ FINNST YKKUR ???
ER ÞETTA Í LAGI ???
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 23:23
frh
Framhald af fyrri færslu...
Ég er alls ekki sammála þessu hjá ykkur en allir hafa rétt á skoðun...
Ég veit um hörkuduglega íslendinga sem hafa misst vinnu sem þeir voru lærðir til en útlendingarnir héldu sínu jafnvel þótt þeir kynnu ekki til verka og kunnu ekki einu sinni staðla í byggingariðnaði...og slíkt...
Manni þykir sárt að sjá íslendinga sem eru duglegir ganga atvinnulausir en útlendingar sem ekki ætla að vera hér til frambúðar ...taka vinnu frá öðrum...
Nú er ég ekki að tala um þá útlendinga sem eru að leggja sig fram við að læra íslenskuna né þá sem eru að aðlagast íslenskri menningu og lífinu hérna...
Auk þessa eru útlendingarnir að lifa á kerfinu okkar, ....af því að það hefur það ekkert betra heima ....,sem varla stendur undir þeim íslendingum , sem þó borga sína skatta hérna... ???
Ég er hissa á að þeir sem ekki ætla að sækja um ríkisborgararétt og ætla að vera hér áfram skuli FÁ að vera hérna því þeir taka frá öðrum....
Auk þess vildi ég að þeir fangar sem eru í okkar fangelsum væru sendir til síns heima ,,,og látnir afplána þar ... þaðan sem þeir komu ...án þess að eiga afturkvæmt til Íslands ...
Við "eigum" nóg af " föngum" sem komast ekki í afplánum af því að fangelsin hér eru full.....
5.3.2009 | 21:35
Fyrir hverja er Ísland....Íslendinga eða alla aðra????
Ég lenti áðan í umræðu um veru "útlendinga " á Íslandi....
Ég hef hingað til ekki talið mig vera "rasista" en mér er eiginlega að verða
nóg boðið....
Nú eru "útlendingar " sem hafa EKKI í hyggju að setjast að hérna né
eru að skapa verðmæti með veru sinni hér , að taka vinnu frá íslendingum sem
eru jafnvel að missa eigur sínar vegna þess að þeir eru atvinnulausir...
Hvernig getur þetta gengið upp?????
Ég veit um dæmi þess að íslendingar með menntun og reynslu hefur misst vinnuna
en "útlendingar" sem ekki ætla að vera hér til lengdar halda sinni vinnu....
Þvílíkt óréttlæti......
Sömuleiðis finnst mér skjóta skökku við þegar "útlendingar" brjóta af sér og fara í
afplánun hérna en íslendingarnir komast ekki að í sinni afplánun því fangelsin eru
full meðal annars af útlendingum .....
Væri þá ekki nær að henda útlendingunum aftur til síns heima í afplánun þar og
með því móti að banna þeim endanlega að snúa aftur...... þeir geti sjálfum sér um kennt.....
Við eigum nóg með okkar fólk....og þurfum ekki fleirri .....
Það væri fróðlegt að heyra hvað fólki finnst,...
kv. BB
24.1.2009 | 19:02
VANHÆF RÍKISSTJÓRN
ÉG FÓR ÁSAMT UM 7000 MANNS VIÐUR Á aUSTUVÖLL AÐ MÓTMÆLA ÁSTANDINU Í ÞJÓÐFÉLAGINU Í DAG.....
FRÁBÆRAR RÆÐUR OG SAMTAKAMÁTTUR
FÓLK Á ÖLLUM ALDRI ... ENDA ERUM VIÐ ÖLL Í SAMA SKÍTNUM....
BARÁTTUKVEÐJUR.... BERGLIND
22.1.2009 | 11:35
Halló..,...
Halló.... ég er löt að blogga hérna ... lit samt við öðru hvoru...
Er byrjuð í skólanum aftur eftir jólafríið...
Skellti mér í spænsku 103 og er að reyna að vera dugleg ...en
það er langt síðan ég lærði tungumál og er lengi í gang....
Annars er ég duglegri að blogga á facebook síðunni minni...
Er þar undir fullu nafni ....
Berglind Berghreinsdóttir