Dans,dans,dans. Gagnrýni eða niðurlæging ???

Já, ég er bálvond yfir þeirri gagnrýni sem krakkarnir eru að fá ,og það frá LEIKARA sem er ekki dansmenntaður (fínn leikari og leikstjóri og ætti heima þar).
Hins vegar finnst mér (og öðrum sem ég hef rætt við) til skammar hvernig er talað við krakkana.
Og svo ég hafi rétt eftir,þegar dómararnir eru búnir að gagnrýna einn þátttakandann segir Ragnhildur Steinunn , " hún hefði sem sagt átt að reykja eina jónu áður en hún fór á gólfið " hvernig dettur henni í hug, að láta svona út úr sér ??? Hún sem er vön í sjónvarpi á að vita betur en að tala svona ,   "Jóna" er FÍKNIEFNI ef hún skildi ekki vita það !!!!
OG að Gunni skildi segja "ekki fara fram og fremja sjálfsmorð" ¨¨ HVAÐ ER AÐ ÞEIM!!!!!?????
Mér finnst hægt að fara fram á faglegri og kurteisari framkomu hjá fullorðnu fólki.
 Mér fannst Birgitta standa uppúr hvað framkomu varðar ,þótt ég væri ekki sammála henni alltaf, en það er hægt að vera hreinskilinn og heiðarlegur án þess að vera særandi og ef maður getur það ekki, þá á maður að vera heima hjá sér, en ekki í stöðu sem maður ræður ekki við  .
 
Þvílík vonbrigði með þennan þátt .
Þetta er algjört COPY/PASTE af "So you think you can dance".. og þetta skapandi fólk sem kallar sig dómara!
 Hvernig væri að skapa "nýjan þátt" en ekki nota hugmyndir fra öðrum.... !!!! Þau vitna meira að segja í ameríska þáttinn og líkja sér við þau !!!
Þið viljið að þátttakendurnir séu skapandi ..hvernig væri að byrja á því sjálf!!!
Og gera ÍSLENSKAN þátt !!!!


 Þar að auki hefði ég viljað hafa þáttinn þannig að pör keppi sér og einstaklingar sér og atvinnumenn sér ....
 
Hafa jafnvel tvö pör í þætti tvo hópa og ...... því mér finnst þetta óréttlátt... hvernig er hægt að meta annan af pari ???
Er PAR EKKI PAR ????
 Mér fannst mjög ruddalegt hvernig gagnrýní Júlí Heiðar fékk í síðasta þætti því hann var með annað hlutverk en hún og hans dags öðruvísi en ekki síðri.
 Mér finnst að Þau tvö sérstaklega ættu að fá opinbera afsökunarbeiðni frá dómurunum og RS því þau fengu dónalega framkomu og gagnrýnin fannst mér ómakleg og þau VERÐA að gæta orða sinna....!!!! 
 Hafa þarf  í huga að AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR  og hvenær á það betur við, en þegar fólk er að sýna sköpun sína frammi fyrir allri þjóðinni.
Það að fá svona ruddalegar athugasemdir er ÓÞARFI , því kurteisi kostar ekkert og  uppbyggileg  gagnrýni kennir ,gleður og þau fara ríkari heim ,og þá er ég ekki að tala um verðlaunin ,heldur virðingu og reynslu, en ekki niðurlægingu frammi fyrir allri þjóðinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég get voða lítið horft á sjónvarp Begga mín, ég er alltaf úti á sjó og þessir þættir eru sýndir þegar ég er annaðhvort sofandi í kojunni eða að vinna.

En ég er sammála þér, heimurinn allur mætti gjarna temja sér meiri kurteisi og tillitssemi við hvort annað.

Ég held að þessi harka í svona þáttum eigi að undirbúa ungmennin fyrir raunveruleikann.

Eins og þú veist, þá þurfa listamenn oft að þola ansi harða og óvægna gagnrýni.

En mér persónulega leiðist alltaf þegar verið er að rakka fólk niður og helst vildi ég að umræðan væri ekki svona mikið á persónulegum nótum.

Jón Ríkharðsson, 24.11.2011 kl. 18:36

2 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

  já  raunveruleikinn er harður en  það er hægt að segja hlutina á hreinskilinn og KURTEISANN hátt sem er um leið ekki særandi en uppbyggilegt ,

Og tala þá um það sem BETUR mætti fara  en ekki rakka niður því ÖLL ATRIÐIN hafa líka eitthvað jákvætt  ...  Annars væru þau ekki þarna!!!! 

Berglind Berghreinsdóttir, 24.11.2011 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband