Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

grein sem ætti að skoða....

Facebook - netsamfélag án mannréttinda?

Frænka mín, Ragnheiður Elín Clausen, lenti í því um helgina að vera lokuð úti á Facebook. Þetta byrjaði með því að hún fékk viðvörun. Henni var tjáð að kvörtun hefði borist um hegðun hennar á Facebook og að hún yrði að bæta ráð sitt. Ekki var henni sagt undan hverju hafði verið kvartað eða hver kvartaði – ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hennar til að komast að því hvað hún hefði gert af sér.

Ragnheiður Elín er dagfarsprúð manneskja. Hún er mörgum Íslendingum vel kunn sem einhver ástkærasta þula á RÚV frá byrjun. Hún er vinur minn á Facebook – vinur minn og rúmlega þúsund annarra. Ragnheiður hefur verið mjög virk á Facebook og m.a. sett inn margar myndir af fallegu Siberian Husky hundunum sínum, Heklu og Hrímu.

Ekki hef ég orðið var við að Ragnheiður hafi verið að angra annað fólk á netinu. Auðvitað hefur hún sínar skoðanir eins og við flest og þær setur hún fram á hógværan hátt og ávallt án þess að nota gífuryrði eða meiðandi orðalag.

Í meira en heilt ár hefur Ragnheiður unnið að því að koma sér upp góðu neti vina víðs vegar um heiminn. Hún er meðlimur í mörgum hópum á Facebook, gjarnan hópum, sem snúast um hunda og hundarækt. Flestir eru vinirnir íslenskir.

Nú hefur einhver þeirra klagað hana fyrir Facebook yfirvöldum með þeim árangri/afleiðingum að án þess að fá nokkurn tíma upplýsingar um það hvað hún á að hafa brotið á sér er Ragnheiður orðin brottræk af Facebook.

Það eru að mér skilst meira en fimmtíu þúsund Íslendingar á Facebook. Samt eru engar upplýsingar á netinu um það hvort einhver Íslendingur sér um Ísland á Facebook. Einu svörin, sem Ragnheiður hefur fengið við spurningum sínum eru frá einhverri tölvu, sem greinilega hefur ekki lesið bréfin frá henni.

Facebook virðist ekki vera mjög annt um réttindi þeirra sem nota síðuna. Svo virðist sem notendur síðunnar hafi engan andmælarétt ef kvartað er undan þeim.

Hver skyldi það vera, sem leggur mat á það hvort kvartanir undan íslenskum notanda, sem tjáir sig á íslensku á Facebbok, eigi við rök að styðjast?

Skyldi það vera einhver Íslendingur eða getur verið að það sé þessi tölva, sem skilur ensku, þýsku, frönsku, spönsku og nokkur tungumál í viðbót – en ekki íslensku?

Ættum við ekki að spyrja sjálfa Facebook að þessu á abuse@facebook.com? Kannski Facebook svari ef nógu margir spyrja að þessu.

Meira en 300 manns hafa lýst stuðningi við Ragnheiði á Facebook síðu, sem stofnuð hefur verið henni til stuðnings.

Ansi er ég hræddur um að sjá megi fyrir endann á Facebook ef síðan ætlar ekki að passa upp á lágmarks mannréttindi notenda sinna. Í réttarríkinu gildir að menn eru saklausir þar til sekt sannast.

Hvernig er það á Facebook?


Kreppuráð og pælingar

   Vangaveltur í kreppu.... 

 séreignarsparnaður ...hvað þarf til að leysa þann sparnað út ???

 Ég á séreignarsparnað og ég uppfylli ekki þau skilyrði að ..

 vera í vanskilum (ennþá að minnsta kosti) , eiga íbúð , vera að greiða lán, 

 Ég er í leiguhúsnæði og þótt talað sé um að leigan eigi að lækka í samræmi við húsnæðismarkaðinn þá hefur leigan hjá mér  HÆKKAÐ um 15000 á einu ári,en ég get ekki sótt mér aur í séreignasparnaðinn minn (þótt svo þetta séu mínir peningar , því ég uppfylli ekki skilyrðin...en hinsvegar geta þeir hjá ríki og borg ákveðið að skera niður húsaleigubæturnar svo ég lendi ennþá verr í þessu.... 

 

Skattlagning lífeyris fólksins í landinu ??? 

Hvernig er hægt að skipuleggja skattlagningu á sparnað fólks....???

Það er ekki eins og Ríkissjóður eigi þessa peninga...

 

Það ætti að lækka vöruverð með því að  verslanir loki fyrr eins og var hér áður.... 

Alveg óþarfi að hafa opnar 3-5 matvöruverslandir í hverju hverfi heilu helgarnar ...

Og  langur opnunartími á stöðum eins og Smáralind og Kringlunnu...

þetta fer beint út í verðlagið....

Svo finnst mér að það ætti að skikka atvinnulausa til að skila vinnuframlagi til dæmis með vinnu  eins og hjá mæðrastyrksnefnd eða aðra "sjálfboðavinnu" svo ekki þurfi að loka .... vegna sumarleyfa...

 

Auk þess finnst mér að fólk með 7-800000 á mánuði þoli hærri skattgreiðslur

en ætti að lækka eða sleppa þeim með 400000 eða minna við að bera þyngri 

byrðar,enda ekki af miklu að taka ....... 

 Hvað finnst fólki um þessar hugmyndir ???

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband