Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
10.9.2009 | 23:05
Vil ekki fleiri hótel í Reykjavík og alls ekki í miðborgina.... þessi hluti miðbæjarins á að fá að vera í friði...
Það virðist alltaf vera að þeir sem eiga næga peninga geti gert allt eins og þeim sýnist burt séð hvað
öðru finnst um það ...
Ingólfstorg á að fá að standa óbreytt og Nasa líka....
OG HANA NÚ !!!!
Uppákoma til að vernda Ingólfstorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 16:31
Halló... er ekki betra að atvinnulausir fái verkefni gegn bótum ????
'Eg hef velt því talsvert fyrir mér í sumar hvað hægt sé að gera fyrir atvinnulausa sem og fyrir...
Ég sá frétt af atvinnuleysi hafi verið 7,7% íágúst.
Mér finnst það dapurt að Þarna séu um 13000 manns sem þiggi bætur en skili engu inn í
þjóðfélagið aftur.
Mér hefði nefnilega fundist mun skynsamlegra að reyna að nýta þennan mannauð í
einhverskonar "samfélagsvinnu" sem einhverjar viðurkenndar stofnanir myndu nýta.
Ef hver og einn ,sem þiggur atvinnuleysisbætur, myndi skila aftur 5-15 tímum á viku eða t.d.
2-3 morgnum, í viku í samfélagþjónustu einhverskonar, og fá stimpil fyrir, sem viðkomandi þyrfti að framvísa til að fá til að fá greiddar bætur .
Með þessu myndi þjóðfélagið nýta betur hverja, vinnufæra manneskju og hver og einn myndi
"vinna" fyrir sínum bótum .
Á móti kæmi, að ef einhver skilar EKKi tímum fær hann heldur EKKI bætur því
atvinnuleysisbæturnar kosta gríðarlega mikið , en skila ekki til baka....dapurt það !!!!
Síðan væri hægt að sníða þetta kerfi eftir Þörfum og þjóðfélaginu...
.
Þetta hefði getað hjálpað til dæmis í sumar þegar hjálparstarf Mæðrastyrknefndar fór í frí og
enginn gat leyst af í vinnu þar,og fólkið sem þurfti stuðninginn fékk ekkert... ..þarna hefði verið hægt að nýta eitthvað af því atvinnulausa fólki sem er á bótum og
haldið opnu í allt sumar því mikið af þessu fólki er duglegt og með vinnufúsar hendur .
Margar stofnanir gætu nýtt aukastarfskrafta og þá stimplað á kort fyrir fólk sem það myndi svo
skila inn og fá greiddar bætur.
Atvinnuleysi 7,7% í ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.9.2009 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)