Halló... er ekki betra að atvinnulausir fái verkefni gegn bótum ????

 

'Eg hef velt því talsvert fyrir mér í sumar hvað hægt sé að gera fyrir atvinnulausa sem og fyrir...

Ég sá frétt af atvinnuleysi hafi verið 7,7% íágúst.

Mér finnst það dapurt að Þarna séu um 13000 manns sem þiggi bætur en skili engu inn í 

þjóðfélagið aftur. 

Mér hefði nefnilega fundist mun skynsamlegra að reyna að nýta þennan mannauð í 

einhverskonar "samfélagsvinnu" sem einhverjar viðurkenndar stofnanir myndu nýta.

 

Ef hver og einn ,sem þiggur atvinnuleysisbætur, myndi skila aftur  5-15 tímum á viku eða t.d. 

2-3 morgnum, í viku í samfélagþjónustu einhverskonar, og fá stimpil fyrir, sem viðkomandi þyrfti að framvísa til að fá til að fá greiddar bætur .

Með þessu myndi þjóðfélagið nýta betur hverja, vinnufæra manneskju og hver og einn myndi 

"vinna" fyrir sínum bótum .

Á móti kæmi, að ef einhver skilar EKKi tímum fær hann heldur EKKI bætur því 

atvinnuleysisbæturnar kosta gríðarlega mikið , en skila ekki til baka....dapurt það !!!!

Síðan væri hægt að sníða þetta kerfi eftir Þörfum og þjóðfélaginu...

 

.

Þetta hefði getað hjálpað til dæmis í sumar þegar hjálparstarf Mæðrastyrknefndar fór í frí og 

enginn gat leyst af í vinnu þar,og fólkið sem þurfti stuðninginn fékk ekkert... ..

þarna hefði verið hægt að nýta eitthvað af því atvinnulausa  fólki sem er á bótum og

haldið opnu í allt sumar því mikið af þessu fólki er duglegt og með vinnufúsar hendur .

 

Margar stofnanir gætu nýtt aukastarfskrafta og þá stimplað á kort fyrir fólk sem það myndi svo

skila inn og fá greiddar bætur. 

 


mbl.is Atvinnuleysi 7,7% í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband