14.5.2009 | 10:32
Engin hjól takk væri hreinskilið ....
Ég átti spjall við mann hjá Strætó í gær og hann varði hegðun bílstjórans og vildi meina að
ef fólk væri á hjóli gæti það bjargað sér ....þess vegna ætti barnavagninn forgang...
Ég er ekki á móti því að fólk með barnavagna nýti sér þjónustu vagnanna en
ég er reið yfir þeirri hugmynd að það megi vísa fólki úr vagninum hvar sem er ef
hjólreiðamenn eru svo óheppnir að barnavagn bætist í vagninn á leiðinni...
Skárra væri þá (og hreinlegra og heiðarlegra) að banna reiðhjól í strætó...því
þau eru EKKI velkomin....
Maðurinn sem ég ræddi við nefndi það sem afsökun að ef fólk óhreinkaði fötin
sín af hjólinu þyrfti strætó að greiða fyrir hreinsunina.... Þvílíkur fyrirsláttur...
Hvað ef næsti maður er óhreinn eða barnavagninn er óhreinn... ???
Ég skil ekki svona rugl .....
Ég spurði manninn hvernig barn (unglingar 13-18ára) yrði meðhöndlað í svona aðstæðum ???
Yrði því vísað úr vagninum einhvers staðar og látið bíða eftir næsta vagni ef það væri svo heppið að lenda ekki í samkeppni við barnavagn ???
Mér til undrunar sagði maðurinn svo vera barninu yrði vísað út........
Að fyrirtæki geri svona finnst mér með ólíkindum....
Þannig að ef börnin okkar t.d. 13 ára sem mega hjóla á götunum
en guggna á að hjóla heim og ætla með hjólið í strætó ...því miður..
Ég myndi ekki vilja treysta STRÆTÓ fyrir mínu barni....
Mér finnast þessar reglur ...þótt þær séu skráðar á heimasíðu
og fleiri stöðum það gerir þær ekki eðlilegar.... eða siðferðislega réttar.....
Mér finnst þetta með ólíkindum....En ykkur....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er á hjóli, og hef oft fengið far með strætó, án erfiðleika. Reiðhjólamaður getur fengið far, alla vega á þeim tímum, sem minnst er að gera. Satt að segja eru margir vagnar galtómir helming dagsins.
vigdís ágústsdótir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:45
Mikið var það gott .... En í þessu tilfelli var hjólið augljoslega bilað og samt var hjólreiðamanni vísað út....
Berglind Berghreinsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.