11.5.2009 | 08:55
Ég er reið ..arrrggg.... svona má ekki viðgangast....
framkoma bílstjórans er alls ekki til fyrirmyndar
nema síður sé....
Hversu margir ætli hafi lent í svona aðstöðu ..
að vera vísað úr vagninum EINHVERS STAÐAR
á leiðinni , algerlega að ósekju ,og þurfa jafnvel
að ganga lengri leið en stóð til að fara í fyrstu með
vagninum ...(e.t.v.eins og hann með hjól í eftirdragi),
Fyrr í dag ætlaði ég að fara upp í Breiðholt að
sinna tölvumálum meðal annars. Ætlaði líka að
laga hjólið smávegis. Þar sem strætó á að leyfa
notendum að taka hjólin með sér í vagninn var ég
ekkert að spá í að hafa hjólið nothæft (t.d.
lítið loft í dekkjum og keðjan lafandi) auk þess
sem ég var ekki klæddur fyrir hjólreiðar. Fór
fyrst (kl. 13:40) á stoppistöðina við
Landspítalann og ætlaði upp í næsta vagn, en var
neitað um far þar sem ekki væri pláss. Þarna var
vissulega einn barnavagn, en með vilja hefði
alveg verið hægt að bjarga málunum svo ekki sé
talað um að skutla hjólinu aftast í vagninn.
Ég varð að sætta mig við hálftíma seinkun eftir
næsta vagni. Ákvað því að fara á Hlemmtorg svo ég
gæti verið fyrstur í vagninn og tapaði því ekki í
samkeppni við e-n barnavagn, vænti þess að ég
hefði bara tapað í forgangsröðun þar sem vagninn
var á undan.Það var ekkert mál að fá að taka hjólið
með sér í með sér í vagninn á Hlemmi. Síðan lagði hann
af stað á Lækjartorg.
Þegar þangað var komið var mér
skipað að fara með hjólið út (eitthvað rámar mig reyndar
í að vagnstjórinn hafi endað setninguna með ...
eða færa það en þegar ég hváði var ekkert inni í
myndinni annað en að yfirgefa vagninn). Fólkið
með barnavagninn var sammála mér að ekki væri
mikið mál að hafa hvort tveggja í miðrýminu enda
tekur hjólið aðeins ca. 15 cm á þverveginn.
Þannig héldum við áfram eftir Miklubrautinni og farþegum
fjölgaði þannig að setið var í flestum sætum.
Þegar kom að Kringlunni, bættist annar barnavagn í
vagninn og nú var engin miskunn hjá bílstjóranum;
Ekki virtist mikið vandamál að koma tveimur
barnavögnum fyrir þar sem áður átti ekki að vera
hægt að koma fyrir barnavagni og reiðhjóli !
Þegar út úr vagninum var komið tók ég eftir því
að aftasta rýmið var nær tómt, en ég átti
talsverða göngu eftir heim. Var búinn að sóa
ríflega klukkutíma í strætóferð, sem engu skilaði
nema ömurlegri reynslu.
Bót í máli, að ekki skildi vera komið að
Elliðaánum , því þá hefði gönguferðin með hjólið
heim (eða á áfangastað), verið yfirþyrmandi.
Eðlilegt hefði verið að reyna að leysa málin með
því að færa hjólið aftast.
Eftir þessa reynslu er mér spurn: Er vagnstjóra
leyfilegt að vísa saklausum farþegum úr vagninum
á miðri leið, sem er þó búinn að greiða fullt gjald
fyrir aksturinn (hvort sem greitt er með korti eða
miðum ) og hefur ekkert brotið af sér og ekki verið
með neitt uppsteyt.
Strætó heldur því fram að farþegar með reiðhjól
séu velkomnir. Þó ekki ef barnavagn bætist í
hópinn. Þá má maður greinilega eiga von á að vera
vísað burt samstundis hvar sem er á leiðinni. Þar
er kannski skiljanlegt að barnavagn gangi fyrir
þar sem erfiðara er að fara langar leiðir með þá
en á hjóli.
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir
því að hjólreiðamaður velji vagninn þannig að
eðlilegra er að ganga ekki að leti sem skýringu.
bílstjórinn getur ekið vagninum fullum af
gangandi vegfarendum á leiðarenda ,því getur
hann þá ekki ekið vagninum meðan setið er
í flestum sætum en aftast er autt....
hvað er þá til fyrirstöðu að skila öllum á réttan stað . Ef barnavagninn hefði komið inn í Blesugrófinni
þá hefði verið langur göngutúr fyrir hjólreiðamann
með bilað hjól í eftirdragi , hvert sem hann ætlaði ..... Í kreppu eins og við stöndum frammi fyrir í dag
og allir vilja ná í sem flesta farþega ... þá þætti þetta ekki gáfuleg markaðssetning
og alls ekki líkleg til árangurs nema síður sé ....
Þetta er eiginlega til skammar fyrir fyrirtæki sem
vill hafa gott orð á sér....
HVAÐ FINNST YKKUR ???
ER ÞETTA Í LAGI ???
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.