11.8.2010 | 11:09
LOKSINS
LOKSINS er ég búin að setja inn myndirnar af skartgripunum sem ég og dóttirin erum að gera
Þetta er FACEBOOK síða sem heitir því frumlega nafni ; facebook.com/Berglindarskart
Endilega skoðið...
kv.Berglind
Það er með ólíkindum hvað TR kemst upp með gagnvart fötluðum og öldruðum.
Og sennilega miklu fleira fólki -ég þekki það ekki ,en kerfið virðist vera gert erfitt
með þeim markvissa tilgangi, að ríkið þurfi helst ekkert að greiða okkur, heldur til
að tryggja að við fáum sem allra minnst.
Og helst að við gugnum örugglega á að fara allar þær krókaleiðir sem kerfið krefst
með pappírsvinnu og reddingum hingað og þangað.
Sjaldan fær maður réttu svörin í fyrstu, nema maður hitti á rétta manneskju og
spyrji réttrar spurningar ,á réttum tíma. Sem sagt ekki oft.
Mér finnst fáránlegt að þegar maður fer og fær starfsmann hjá TR til að aðstoða
við pappírsvinnu og sá starfsmaður notar sömu gögn og maður hefði sjálfur gert,
og svo kvittar maður undir i trausti þess, að sá sem gerði skýrsluna með manni
(starfsmaður TR) kunni til verka .
Síðan þegar að uppgjöri kemur fær maður skellinn (oftast) og er rukkaður fyrir að
hafa gefið "rangt" upp tekjur.
En TR og starfsmenn eru stikkfrí þrátt fyrir að hafa gert skýrsluna með manni.
Mér finnst tími til kominn að rannsaka TR og starfssemina þar og sjá hvort þetta batterí sé að standa undir sínu hlutverki því þessi stofnun virðist vera hugsuð til að hirða af okkur eins og hægt er "LÖGLEGA" en láta sem minnst fara.
Þetta er líkt og með TRYGGINGAFÉLÖGIN , þegar að tjóni kemur er alltaf fundin einhver
ástæða til að greiða ekki bætur.
En verst er að TR gerir þetta "ríkisvarið" !!!
Er þetta í lagi ???
Hvers vegna verslar ekki Reykjavikurborg hagkvæmt inn fyrir ALLA nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, "grunnpakka" fyrir alla, sem foreldrar greiða svo fyrir.
Þannig ætti að fást lægsta verðið og allir fá eins.
(Þeir sem vilja annað eða öðruvísi geta keypt það sjálfir).
Ég veit að sumir skólar gera þetta en það ættu ALLIR
að njóta þessarar þjónustu skólanna,sérstaklega þegar
verðlagið er eins og núna.
Sumir grunnskólar Reykjavíkur gera þetta svo hinir ættu líka að GETA það.
Hver er þá fyrirstaðan ??
Er þetta spurning um frumkvæði,áhuga eða vilja ???
Það er ekki spurning að þetta væri talsverður ávinningur fyrir okkur öll.
Auk þess held ég að skólabúningar (til dæmis jogginggallar / einhverskonar íþróttafatnaður ) víþróttafatnaður ) væri vinsæll skólafatnaður, ég veit til þess að í Hafnarfirði hafi þetta verið tekið upp við mjög góðar undirtektir .
Skólapeysur hafa líka verið mjög vinsælar og mikið notaðar þar sem þær hafa verið teknar í gagnið.
Hvað finnst ykkur ??
Hvernig er hægt að koma þessu í framkvæmd ???
Þetta gæti dregið úr EINELTI í skólum þar sem efnaminni heimilanna kæmi síður
fram í skólunum,og þau sem koma frá "fátækari" heimilum eru þá minna áberandi
og allir "græða" því þetta yrði hagstæðara fyrir alla.
24.7.2010 | 20:34
"SÖKKER" finnst fólki þetta í lagi ???
Finnst fólki virkilega allt í lagi með "Ring" auglýsingarnar !??
Þessar "sökker" auglýsingar finnast mér alveg til skammar og
að þær séu sýndar í sjónvarpinu þegar það á að heita
"vitunarvakning" gegn einelti ...HVAÐ ER AÐ ?????
Þarna er látið í það skína að það sé "töff" að níðast á öðrum.
Best væri ef hægt væri að stoppa þær ...það er ömurlegt að horfa á FULLORÐIÐ fólk níða niður annað fólk . Aðgát skal höfð...
Þetta e ekki sú fyrirmynd sem ég vil fyrir mín börn og ég vil ekki sjá
krakka taka aðra fyrir svona ,"eins og í aug...lýsingunni".
Er ekki hægt að auglýsa á betri hátt.
Þetta er beinlínis eineltiskennsla í sjónvarpinu og til skammar.
Frasarnir eins og ..Pétur Jóhann var með á "vaktinni" festust en þeir voru ekki niðurlægjandi eins og þessir og neikvæðir.
Mér finnst þetta ömurlegt.
11.5.2010 | 14:47
sumarlokanir?Á fólk að svelta á sumrin ???????
Ég er að heyra að enn eitt sumarið eigi að loka hjálparstofnunum vegna sumarleyfa. Auðvitað þarf þetta fólk eins og aðrir að fa sumarfrí en því loka allir í einu og því þarf yfirhöfuð að loka. Því er ekki hægt að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki þar sem fólki er skipt í tímabil ...þannig að sumir fari í frí í júní ,aðrir í júlí og ágúst. Hægt væri að nýta mannskapinn sem er atvinnulaus til að leysa af ... Mér finnst út í hött að hafa fjölda fólks sem er að gera "ekkert" og fá bætur á meðan til dæmis hjálparstofnanir og fl. þurfa að loka vegna sumarleyfa starfsmanna. Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsu varðandi nýtingu mannauðsins, sem við höfum yfir að búa hér á landinu og hinsvegar atvinnuleysisbótum, sem eru svimandi upphæðir hvern mánuð . Mér finnst dapurlegt til þess að vita að fjöldi fólks er atvinnulaust og jafnvel í einhverjum tilfellum "ekkert " að gera. Mér finnst að það ætti að skylda alla sem þiggja atvinnuleysisbætur til að skila inn ákveðnum hluta tíma sem kvittað væri fyrir hjá einhverjum opinberum aðilum. Ég er ekki að tala um fullan vinnudag heldur ef til vill tvo morgna í viku , eða annað sem mætti útfæra eftir hverjum og einum. Ef þetta væri gert ,þyrftu til dæmis hjálparstofnanir ,sem eru ekki með úthlutanir í 4-6 vikur á sumrin, vegna sumarleyfa ,þyrftu ekki að loka því hægt væri að fá fólk sem er atvinnulaust til að hjálpa til . Þetta myndi skila okkur vinnuframlagi og því að fólk ætti erindi út úr húsi og fengi bætur ,(sem það fengi hvort sem er ) ,nema með þessu skilaði fólkið einhverju til baka út í þjóðfélagið og fær líka "bætur" sem mætti líta á sem laun . Skili fólk ekki inn tímum þá missi það bæturnar. Samt myndi þetta fólk halda þeim hlunnindum sem atvinnuleysið veitir þeim. Annar hópur sem mætti líka skoða væri hópur sem flokkast yfirleitt undir það að vera, afbrotamenn, en þessi hópur er bísna breiður ,og þar sem fangelsismálin hér á Íslandi eru í ólestri ,furða ég mig stundum á að þessi hópur sé ekki settur í þegnskylduvinnu . Þ.E.settur í samfélagsvinnu, einhverskonar til að vinna af sér dóm. Þetta er samt hópur sem er meinlaust fólk sem "stelur læri í búð" og þarf ekki fangelsisrými, heldur að vinna af sér sekt til þjóðfélagsins. Þetta eru vangaveltur sem ég hef borið undir marga og fengið jákvæð viðbrögð og fólki líkar hugmyndin. Vonandi væri hægt að nota hugmyndina því ég er viss um að hún gæti gert mörgum gott. Hvað finnst ykkur ??????? |
5.10.2009 | 13:23
hæ....
Var að breyta síðunni minni....
Endilega kíkið og gefið mér einkunn....
Athugið samt að ég kann ekkert....
á þetta og er fiktari af Guðs náð svo
langt sem það nær.....
lalalalal
kv.BB
10.9.2009 | 23:05
Vil ekki fleiri hótel í Reykjavík og alls ekki í miðborgina.... þessi hluti miðbæjarins á að fá að vera í friði...
Það virðist alltaf vera að þeir sem eiga næga peninga geti gert allt eins og þeim sýnist burt séð hvað
öðru finnst um það ...
Ingólfstorg á að fá að standa óbreytt og Nasa líka....
OG HANA NÚ !!!!
Uppákoma til að vernda Ingólfstorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 16:31
Halló... er ekki betra að atvinnulausir fái verkefni gegn bótum ????
'Eg hef velt því talsvert fyrir mér í sumar hvað hægt sé að gera fyrir atvinnulausa sem og fyrir...
Ég sá frétt af atvinnuleysi hafi verið 7,7% íágúst.
Mér finnst það dapurt að Þarna séu um 13000 manns sem þiggi bætur en skili engu inn í
þjóðfélagið aftur.
Mér hefði nefnilega fundist mun skynsamlegra að reyna að nýta þennan mannauð í
einhverskonar "samfélagsvinnu" sem einhverjar viðurkenndar stofnanir myndu nýta.
Ef hver og einn ,sem þiggur atvinnuleysisbætur, myndi skila aftur 5-15 tímum á viku eða t.d.
2-3 morgnum, í viku í samfélagþjónustu einhverskonar, og fá stimpil fyrir, sem viðkomandi þyrfti að framvísa til að fá til að fá greiddar bætur .
Með þessu myndi þjóðfélagið nýta betur hverja, vinnufæra manneskju og hver og einn myndi
"vinna" fyrir sínum bótum .
Á móti kæmi, að ef einhver skilar EKKi tímum fær hann heldur EKKI bætur því
atvinnuleysisbæturnar kosta gríðarlega mikið , en skila ekki til baka....dapurt það !!!!
Síðan væri hægt að sníða þetta kerfi eftir Þörfum og þjóðfélaginu...
.
Þetta hefði getað hjálpað til dæmis í sumar þegar hjálparstarf Mæðrastyrknefndar fór í frí og
enginn gat leyst af í vinnu þar,og fólkið sem þurfti stuðninginn fékk ekkert... ..þarna hefði verið hægt að nýta eitthvað af því atvinnulausa fólki sem er á bótum og
haldið opnu í allt sumar því mikið af þessu fólki er duglegt og með vinnufúsar hendur .
Margar stofnanir gætu nýtt aukastarfskrafta og þá stimplað á kort fyrir fólk sem það myndi svo
skila inn og fá greiddar bætur.
Atvinnuleysi 7,7% í ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.9.2009 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 21:46
Lögleg og siðleg aðgerð GEGN ósiðlegum aðgerðum....
Þessa hugmynd fékk ég senda í tölvupósti...en ákvað að láta hana fara lengra.....
Ef fólki er jafnmisboðið og það lætur í skína ætti þessi hugmynd að virka....
Eftir hamfarirnar undanfarna daga hafa menn verið að æsa sig með hótunum í garð einstakra starfsmanna Kaupþings sbr fréttir. Þarna er í raun verið að hóta ólöglegum aðgerðum sem viðkomandi myndi varla standa við t.d. líflátshótanir.
Persónulega get ég varla gert það sem ég ætla að leggja til (á ENGIN viðskipti við þennan banka) en finnst rökrétt að þeir sem eitthvað hafa lagt inn á reikninga hans hafi samband við einhvern í símaþjónustu bankans og bendi á að ef svo mikið sem KRÓNA af skuld Björgólfsfeðga verði felld niður muni viðkomandi taka alla sína peninga og færa viðskiptin í annan banka (Íslandsbanka, Landsbankann eða MP banka - skiptir engu allt er skárra en þetta). Með samtakamætti væri þannig hægt að knésetja bankann ef hann verður ekki við kröfum almennings; ef allir taka alla sína peninga út úr bankanum ---- fullkomlega löglegt í alla staði ---- þá fer bankinn beinustu leið Á HAUSINN, verður gjaldþrota. Efast um að þeir þori að hætta á það.
Með þessa hótun frá nógu mörgum neyðast þeir til að þvinga landráðamennina til að borga skuld sína sjálfir. Í fréttum í kvöld kom fram að arður þeirra af bankanum nemur ríflega því sem þeir ætla að borga af skuldinni. Ef þeir fá niðurfellinguna samþykkta eru þeir því í nettó gróða þótt þeir hafi átt drjúgan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn.
ATH að Landsbankinn ber ALLA ábyrgð á IceSave !!!
Endilega reynið að koma þessu á framfæri. Ekki er nóg að stefna að þessari aðgerð. Verður að láta bankann vita af hótuninni og standa við hana ef þeir ætla að reynast samsekir um þessi föðurlandsvik / landráð sem Björgólfsfeðgarnir eru að vinna.
24.6.2009 | 20:22
grein sem ætti að skoða....
Facebook - netsamfélag án mannréttinda?
Frænka mín, Ragnheiður Elín Clausen, lenti í því um helgina að vera lokuð úti á Facebook. Þetta byrjaði með því að hún fékk viðvörun. Henni var tjáð að kvörtun hefði borist um hegðun hennar á Facebook og að hún yrði að bæta ráð sitt. Ekki var henni sagt undan hverju hafði verið kvartað eða hver kvartaði ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hennar til að komast að því hvað hún hefði gert af sér.
Ragnheiður Elín er dagfarsprúð manneskja. Hún er mörgum Íslendingum vel kunn sem einhver ástkærasta þula á RÚV frá byrjun. Hún er vinur minn á Facebook vinur minn og rúmlega þúsund annarra. Ragnheiður hefur verið mjög virk á Facebook og m.a. sett inn margar myndir af fallegu Siberian Husky hundunum sínum, Heklu og Hrímu.
Ekki hef ég orðið var við að Ragnheiður hafi verið að angra annað fólk á netinu. Auðvitað hefur hún sínar skoðanir eins og við flest og þær setur hún fram á hógværan hátt og ávallt án þess að nota gífuryrði eða meiðandi orðalag.
Í meira en heilt ár hefur Ragnheiður unnið að því að koma sér upp góðu neti vina víðs vegar um heiminn. Hún er meðlimur í mörgum hópum á Facebook, gjarnan hópum, sem snúast um hunda og hundarækt. Flestir eru vinirnir íslenskir.
Nú hefur einhver þeirra klagað hana fyrir Facebook yfirvöldum með þeim árangri/afleiðingum að án þess að fá nokkurn tíma upplýsingar um það hvað hún á að hafa brotið á sér er Ragnheiður orðin brottræk af Facebook.
Það eru að mér skilst meira en fimmtíu þúsund Íslendingar á Facebook. Samt eru engar upplýsingar á netinu um það hvort einhver Íslendingur sér um Ísland á Facebook. Einu svörin, sem Ragnheiður hefur fengið við spurningum sínum eru frá einhverri tölvu, sem greinilega hefur ekki lesið bréfin frá henni.
Facebook virðist ekki vera mjög annt um réttindi þeirra sem nota síðuna. Svo virðist sem notendur síðunnar hafi engan andmælarétt ef kvartað er undan þeim.
Hver skyldi það vera, sem leggur mat á það hvort kvartanir undan íslenskum notanda, sem tjáir sig á íslensku á Facebbok, eigi við rök að styðjast?
Skyldi það vera einhver Íslendingur eða getur verið að það sé þessi tölva, sem skilur ensku, þýsku, frönsku, spönsku og nokkur tungumál í viðbót en ekki íslensku?
Ættum við ekki að spyrja sjálfa Facebook að þessu á abuse@facebook.com? Kannski Facebook svari ef nógu margir spyrja að þessu.
Meira en 300 manns hafa lýst stuðningi við Ragnheiði á Facebook síðu, sem stofnuð hefur verið henni til stuðnings.
Ansi er ég hræddur um að sjá megi fyrir endann á Facebook ef síðan ætlar ekki að passa upp á lágmarks mannréttindi notenda sinna. Í réttarríkinu gildir að menn eru saklausir þar til sekt sannast.
Hvernig er það á Facebook?