Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

LOKSINS

LOKSINS  er ég búin að setja inn myndirnar af skartgripunum sem ég og dóttirin erum að gera

 

Þetta er FACEBOOK síða sem heitir því frumlega nafni ; facebook.com/Berglindarskart 

 

Endilega skoðið... 

 

kv.Berglind 

"Tryggingastofnun Ríkisins " er hún ríkisrekin og ríkisvarin Mafía ???

 

  Það er með ólíkindum hvað TR kemst upp með gagnvart fötluðum og öldruðum.

Og sennilega miklu fleira fólki -ég þekki það ekki ,en kerfið virðist vera gert erfitt 

með þeim markvissa tilgangi, að ríkið þurfi helst ekkert að greiða okkur, heldur til

að tryggja að við fáum sem allra minnst.

Og helst að við  gugnum örugglega á að fara allar þær krókaleiðir sem kerfið krefst

með pappírsvinnu og reddingum hingað og þangað. 

Sjaldan fær maður réttu svörin í fyrstu, nema maður hitti á rétta manneskju og

spyrji réttrar spurningar ,á réttum tíma.  Sem sagt ekki oft. 

Mér finnst fáránlegt að þegar maður fer og fær starfsmann hjá TR til að aðstoða

við pappírsvinnu og sá starfsmaður notar sömu gögn og maður hefði sjálfur gert,

og svo kvittar maður undir i trausti þess, að  sá sem gerði skýrsluna með manni

(starfsmaður TR) kunni til verka .

Síðan þegar að uppgjöri kemur fær maður skellinn (oftast) og er rukkaður fyrir að

hafa gefið "rangt" upp tekjur.

En TR og starfsmenn eru stikkfrí þrátt fyrir að hafa gert skýrsluna með manni.

 

Mér finnst tími til kominn að rannsaka TR og starfssemina þar og sjá hvort þetta batterí sé að standa undir sínu hlutverki því þessi stofnun virðist vera hugsuð til að  hirða af okkur eins og hægt er "LÖGLEGA" en láta sem minnst fara.  

Þetta er líkt og með TRYGGINGAFÉLÖGIN , þegar að tjóni kemur er alltaf fundin einhver

ástæða til að greiða ekki  bætur.  

En verst er að TR gerir þetta "ríkisvarið" !!!

Er þetta í lagi ??? 

 


Sameiginleg innkaup grunnskólanna í Reykjavík væru hagstæð fyrir alla...

Hvers vegna verslar ekki Reykjavikurborg hagkvæmt inn fyrir ALLA nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, "grunnpakka" fyrir alla, sem foreldrar greiða svo fyrir.

Þannig ætti að fást lægsta verðið og allir fá eins.
(Þeir sem vilja annað eða öðruvísi geta keypt það sjálfir).

Ég veit að sumir skólar gera þetta en það ættu ALLIR

að njóta þessarar þjónustu skólanna,sérstaklega þegar
verðlagið er eins og núna.

Sumir grunnskólar Reykjavíkur gera þetta svo hinir ættu líka að GETA það.
Hver er þá fyrirstaðan ??


Er þetta spurning um frumkvæði,áhuga eða vilja ???

Það er ekki spurning að þetta væri talsverður ávinningur fyrir okkur öll.

Auk þess held ég að skólabúningar (til dæmis jogginggallar / einhverskonar íþróttafatnaður ) víþróttafatnaður ) væri vinsæll skólafatnaður, ég veit til þess að í Hafnarfirði hafi þetta verið tekið upp við mjög góðar undirtektir .

Skólapeysur hafa líka verið mjög vinsælar og mikið notaðar þar sem þær hafa verið teknar í gagnið. 


Hvað finnst ykkur ??

Hvernig er hægt að koma þessu í framkvæmd ???

Þetta gæti dregið úr EINELTI í skólum þar sem efnaminni heimilanna kæmi síður
fram í skólunum,og þau sem koma frá "fátækari" heimilum eru þá minna áberandi
og allir "græða" því þetta yrði hagstæðara fyrir alla.

fyrir fáeinum sekúndum · Breyta innleggi · Eyða innleggi
Svara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband