Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Lögleg og siðleg aðgerð GEGN ósiðlegum aðgerðum....

 

Þessa hugmynd fékk ég senda í tölvupósti...en ákvað að láta hana fara lengra..... 

Ef fólki er jafnmisboðið og það lætur í skína ætti þessi hugmynd að virka.... 

 

 

Eftir hamfarirnar undanfarna daga hafa menn verið að æsa sig með hótunum í garð einstakra starfsmanna Kaupþings sbr fréttir. Þarna er í raun verið að hóta ólöglegum aðgerðum sem viðkomandi myndi varla standa við t.d. líflátshótanir.

Persónulega get ég varla gert það sem ég ætla að leggja til (á ENGIN viðskipti við þennan banka) en finnst rökrétt að þeir sem eitthvað hafa lagt inn á reikninga hans hafi samband við einhvern í símaþjónustu bankans og bendi á að ef svo mikið sem KRÓNA af skuld Björgólfsfeðga verði felld niður muni viðkomandi taka alla sína peninga og færa viðskiptin í annan banka (Íslandsbanka, Landsbankann eða MP banka - skiptir engu allt er skárra en þetta). Með samtakamætti væri þannig hægt að knésetja bankann ef hann verður ekki við kröfum almennings; ef allir taka alla sína peninga út úr bankanum ---- fullkomlega löglegt í alla staði ---- þá fer bankinn beinustu leið Á HAUSINN, verður gjaldþrota. Efast um að þeir þori að hætta á það.

Með þessa hótun frá nógu mörgum neyðast þeir til að þvinga landráðamennina til að borga skuld sína sjálfir. Í fréttum í kvöld kom fram að arður þeirra af bankanum nemur ríflega því sem þeir ætla að borga af skuldinni. Ef þeir fá niðurfellinguna samþykkta eru þeir því í nettó gróða þótt þeir hafi átt drjúgan þátt í að setja þjóðarbúið á hausinn.

ATH að Landsbankinn ber ALLA ábyrgð á IceSave !!!
Endilega reynið að koma þessu á framfæri. Ekki er nóg að stefna að þessari aðgerð. Verður að láta bankann vita af hótuninni og standa við hana ef þeir ætla að reynast samsekir um þessi föðurlandsvik / landráð sem Björgólfsfeðgarnir eru að vinna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband