24.6.2009 | 00:59
Kreppuráð og pælingar
Vangaveltur í kreppu....
séreignarsparnaður ...hvað þarf til að leysa þann sparnað út ???
Ég á séreignarsparnað og ég uppfylli ekki þau skilyrði að ..
vera í vanskilum (ennþá að minnsta kosti) , eiga íbúð , vera að greiða lán,
Ég er í leiguhúsnæði og þótt talað sé um að leigan eigi að lækka í samræmi við húsnæðismarkaðinn þá hefur leigan hjá mér HÆKKAÐ um 15000 á einu ári,en ég get ekki sótt mér aur í séreignasparnaðinn minn (þótt svo þetta séu mínir peningar , því ég uppfylli ekki skilyrðin...en hinsvegar geta þeir hjá ríki og borg ákveðið að skera niður húsaleigubæturnar svo ég lendi ennþá verr í þessu....
Skattlagning lífeyris fólksins í landinu ???
Hvernig er hægt að skipuleggja skattlagningu á sparnað fólks....???
Það er ekki eins og Ríkissjóður eigi þessa peninga...
Það ætti að lækka vöruverð með því að verslanir loki fyrr eins og var hér áður....
Alveg óþarfi að hafa opnar 3-5 matvöruverslandir í hverju hverfi heilu helgarnar ...
Og langur opnunartími á stöðum eins og Smáralind og Kringlunnu...
þetta fer beint út í verðlagið....
Svo finnst mér að það ætti að skikka atvinnulausa til að skila vinnuframlagi til dæmis með vinnu eins og hjá mæðrastyrksnefnd eða aðra "sjálfboðavinnu" svo ekki þurfi að loka .... vegna sumarleyfa...
Auk þess finnst mér að fólk með 7-800000 á mánuði þoli hærri skattgreiðslur
en ætti að lækka eða sleppa þeim með 400000 eða minna við að bera þyngri
byrðar,enda ekki af miklu að taka .......
Hvað finnst fólki um þessar hugmyndir ???
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.