Sameiginleg innkaup grunnskólanna í Reykjavík væru hagstæð fyrir alla...

Hvers vegna verslar ekki Reykjavikurborg hagkvæmt inn fyrir ALLA nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, "grunnpakka" fyrir alla, sem foreldrar greiða svo fyrir.

Þannig ætti að fást lægsta verðið og allir fá eins.
(Þeir sem vilja annað eða öðruvísi geta keypt það sjálfir).

Ég veit að sumir skólar gera þetta en það ættu ALLIR

að njóta þessarar þjónustu skólanna,sérstaklega þegar
verðlagið er eins og núna.

Sumir grunnskólar Reykjavíkur gera þetta svo hinir ættu líka að GETA það.
Hver er þá fyrirstaðan ??


Er þetta spurning um frumkvæði,áhuga eða vilja ???

Það er ekki spurning að þetta væri talsverður ávinningur fyrir okkur öll.

Auk þess held ég að skólabúningar (til dæmis jogginggallar / einhverskonar íþróttafatnaður ) víþróttafatnaður ) væri vinsæll skólafatnaður, ég veit til þess að í Hafnarfirði hafi þetta verið tekið upp við mjög góðar undirtektir .

Skólapeysur hafa líka verið mjög vinsælar og mikið notaðar þar sem þær hafa verið teknar í gagnið. 


Hvað finnst ykkur ??

Hvernig er hægt að koma þessu í framkvæmd ???

Þetta gæti dregið úr EINELTI í skólum þar sem efnaminni heimilanna kæmi síður
fram í skólunum,og þau sem koma frá "fátækari" heimilum eru þá minna áberandi
og allir "græða" því þetta yrði hagstæðara fyrir alla.

fyrir fáeinum sekúndum · Breyta innleggi · Eyða innleggi
Svara

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband